Hinn deyjandi, andlát og útför

Dauðinn eru afdráttarlaus endalok. Oft á tíðum nálgast dauðinn hægt og við getum búið okkur undir hann en stundum andast menn skyndilega. Fyrir ættingja og vini er alltaf sárt að kveðja. Á þessum erfiðu tímum finnur fólk huggun í samúð annarra og í þeirri fullvissu að dauðinn er ekki endir alls. Sú von birtist á Páskunum, þegar Drottinn umbreytir dauða í nýtt líf. Þessi von kemur fram í bænum og í tilbeiðslu trúaðra.

Prestsþjónusta fyrir hinn deyjandi

Æskilegt er að allir kaþólskir menn meðtaki sakramentin fyrir andlát. Smurning sjúkra og deyjandi er afar mikilvæg í kaþólskri trú. Smurning fer þannig fram að prestur ber olíu á enni og hendur sjúklings. Í smurningunni leitar sjúklingurinn heilsu á ný og/eða styrks til að mæta þjáningunni og því sem verða vill.

Ef andlát er yfirvofandi vinsamlegast bíðið ekki með að hafa hafið samband við prest.

Nánari upplýsingar um prestþjónustu við sjúka, útför og greftrun veita sóknarprestar.

Kaþólska kirkjan á Íslandi. Biskupsstofa Hávallagötu 14-16, 101 Reykjavík, Ísland. Netfang: catholica@catholica.is

Kaþólska kirkjan á Íslandi © 2014