Trúfræðsla

Kaþólska kirkjan á Íslandi býður upp á kaþólska trúfræðslu.

Fræðsluna annast prestar, reglusystur og leikmenn. Biskupsdæmið hefur gefið út trúfræðslurit og vinnubækur á íslensku.

Trúfræðslan felst einkum í undirbúningi barna frá 7 til 14 ára aldurs, vegna móttöku sakramentanna.

Prestar eða systur skipuleggja sérstaka kvertíma víðsvegar um landið handa börnum sem aðeins tala eða skilja pólsku eða ensku.

Börn sem búa fjarri þeim stöðum þar sem skipulögð trúfræðsla fer fram geta tekið þátt í bréfaskóla. Um hann sér Séra Denis O´Leary. Séra Denis veitir nánari upplýsingar.

Prestarnir bera ábyrgð á uppfræðslu þeirra sem vilja kynna sér kaþólska trú eða snúast til hennar.

Biskupsdæmið hefur gefið út bækur um þessi efni, svo sem ágrip og útskýringu á "Trúfræðsluriti kaþólsku kirkjunnar" (1997), sem Jóhannes Gijsen Reykjavíkurbiskup ritaði.

Á veturna eru haldnir ýmsir fyrirlestar í sóknunum til að styrkja trú manna, auka skilning þeirra á Ritningunni og útskýra kaþólska lífshætti.

Vinsamlegast hafið samband við sóknarprestana til þess að fá nánari upplýsingar.

Trúfræðslurit Kaþólsku kirkjunnar.