Sálusorgun
Meginverkefni kirkjunnar hefur ávallt falist í því að styðja fólk á lífsgöngunni, að leiðbeina og að vera til staðar í þeim aðstæðum sem menn mæta á hinum ýmsu ævistigum.
Sálusorgun fer fram í persónulegu samtali en einnig í bæn. Hún felst í hughreystandi og hvetjandi orðum úr Heilagri ritningu, í blessun og einnig í formi félagsleg stuðnings.
Markmið sálgæslu er að stuðla að því að fólk finni sáluhjálp og heilun, tilgang og hamingju og finni nýjar leiðir til þess að takast á við lífið.
Sé stuðnings og sálusorgunar óskað eru prestar Kaþólsku kirkjunnar ætíð reiðubúnir til þess að veita viðtal. Nánari upplýsingar veita sóknarprestar.
Einnig getur reynst hjálplegt að ræða við einhvern í hinum ýmsu leikmannafélögum sem starfa í kirkjunni. Nánari upplýsingar á Leikmannafélög og annað félagstarf
Heimsóknarþjónusta presta
Ef einhverjum er kunnugt um gamalt eða veikt fólk sem kemst ekki í kirkju en langar að fá prest í heimsókn, vinsamlegast látið sóknarprestinn vita.
Blessanir
Fyrir blessanir heimila og bifreiða, vinsamlegast hafið samband við sóknarprest.
Leiðbeiningar og forvarnir er varða misnotkun á börnum eða fullorðnum innan kirkjunnar.