Sakramentin sjö

Kaþólska kirkjan heiðrar sakramentin sjö, hina helgu arfleifð frá Drottni sínum. Þau eru hluti lífs og trúar sérhvers manns. Kristur gefur sig mönnunum í og með sakramentum. Þegar menn meðtaka þessar gjafir styrkjast þeir í von og kærleika og verða fullvissir um elsku Guðs.

Við veitingu sakramentanna er ekki aðeins rætt um hjálpræði og að tilheyra Guði. Sakramentin eru áhrifarík tákn og sameina okkur raunverulega betur Guði og veita endurlausn.

Í skírninni erum við tekin upp í kirkju Jesú Krists á morgni lífs okkar.

Í fermingunni eru ungmenni styrkt og helguð með gjöf Heilags anda.

Altarissakramentið færir hinum trúuðu hlutdeild í lífi Drottins og myndar samfélag þeirra með honum.

Í sakramenti iðrunar og sátta  er þeim sem syndgað hafa boðnar sættir í skriftunum og þeim fyrirgefið.

í sakramenti sjúkra fá sjúkir von og styrk.

Í vígslusakramentinu er djáknum, prestum, og biskupum falið sérstakt þjónustuhlutverk við kirkjuna.

Í sakramenti hjónabandsins lofa brúðhjónin hvort öðru tryggð og kærleika; samfélagið sem þau búa í er eftirmynd þess samfélags sem við eigum við Guð.

Sakramentin eru sýnileg tákn um ósýnilegan raunveruleika hjálpræðisins. Vegna þess að Guð hefur sömu áhrif og það sem þau vísa til.

Úr ritinu: „Ég trúi. Lítið kaþólskt trúfræðslurit."