Postulleg trúarjátning

Ég trúi á Guð Föður almáttugan, skapara himins og jarðar. Og á Jesúm Krist, hans einkason, Drottin vorn, sem getinn er af Heilögum Anda, fæddur af Maríu mey, leið undir valdi Pontíusar Pílatusar, var krossfestur, dáinn og grafinn, sté niður til heljar, reis á þriðja degi aftur upp frá dauðum, sté upp til himna, situr við hægri hönd Guðs Föður almáttugs og mun þaðan koma að dæma lifendur og dauða. Ég trúi á Heilagan Anda, heilaga kaþólska kirkju, samfélag heilagra, fyrirgefningu syndanna, upprisu holdsins og eilíft líf. Amen.