Verið velkomin að fagna með okkur!

Birt 01.10.18 í Fréttir og tilkynningar

Verið velkomin að fagna með okkur!

Reykjavíkur biskupsdæmi 50 ára 4. nóvember

(English below)

Hátíðleg messa í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti kl. 10:30, 4. nóvember 2018

Þar verða m.a. viðstaddir Anders kardínáli Arborelíus Stokkhólmsbiskup og núntíus okkar, sendiherra páfa, msgr. James Patrick Green.

Að messu lokinni verður öllum boðið að þiggja veitingar í safnaðarheimilinu og í skólanum.

Útbúið hefur verið sérstakt bænaspjald. Á annarri hlið þess er mynd af Reykhóla-Maríu, styttunni í Dómkirkju Krists konungs og á hinni er bæn fyrir biskupsdæminu. Spjaldið mun liggja frammi í öllum kirkjum landsins, þar sem allir geta tekið það. Við byrjum að biðja þessa bæn saman í messu á hverjum degi frá 1. október til 3. nóvember nk.

Nóvena til heiðurs hl. Þorláki hefur verið þýdd á íslensku og við ætlum að biðja hana saman eftir messu á hverjum degi í kirkjum okkar frá 25. október.

-------------

On the occasion of the 50 years anniversary of the Reykjavik Diocese a Festive Mass will be celebrated in the Cathedral of Christ the King in Landakot, Reykjavik at 10:30, November 4th. 2018

Among others, Cardinal Anders Arborelius Bishop of Stockholm and our Nuntius Apostolicus, Msgr. James Patrick Green will attend.

After the ceremony, everyone is invited to have some refreshments in the congregation hall at Hávallagata 14-16 and in the school.

A special prayer card has been made. On one side is a picture of Reykhólar-Mary, the statue in the Cathedral of Christ the King, and on the other side is a prayer for the diocese. The card will be available in all the churches of the country, where everyone can take it. We start praying this prayer in Mass every day from October 1st to November 3rd.

Novena in honor St. Thorlak, the patron saint of Iceland, has been translated into Icelandic and from October 25th  we are going to pray it every day in our churches.