Fyrirlestur um samband ríkis og kirkju í sögulegu ljósi

Birt 25.02.19 í Fréttir og tilkynningar

Fyrirlestur um samband ríkis og kirkju í sögulegu ljósi

Vefupptaka af fyrirlestri Sr. Jürgen Jamin doktor í kirkjurétti og sóknarpresti á Akureyri

(English below)

Hér má hlýða á fyrirlesturinn:  SAMBAND RÍKIS OG KIRKJU Í SÖGULEGU LJÓSI

Fyrirlesturinn er fluttur á ensku.

Í vestrænum ríkjum nútímans virðist oft vera gengið út frá því sem vísu að ríki og kirkja séu tvö aðskilin fyrirbæri og að þann aðskilnað megi rekja til framgangs veraldarhyggju á liðnum öldum.

Í erindi sínu ræðir séra Jürgen Jamin málið frá annarri hlið og leggur áherslu á að kaþólska kirkjan hafi í gegnum aldirnar haldið fram sjálfstæði bæði kirkju og ríkis. Það sjónarmið hafi svo orðið undir að loknum siðaskiptum.

Dr. Jürgen Jamin er prestur kaþólskra á Norðurlandi með aðsetur á Akureyri allt frá 1. september 2018. Frá 2000 til 2008 starfaði hann sem sóknarprestur við Dómkirkju Krist konungs í Landakoti. Hann lauk BA-prófi og síðan doktorsgráðu í kirkjurétti (Canon Law) frá Háskólanum San Pio X í Feneyjum þar sem hann var einnig dósent frá 2014 til 2018. Á meðal þess sem hann rannsakar er saga kirkjurréttarins og Rómarréttur Jústiníanusar.

Fyrirlesturinn var fyrst fluttur í Háskóla á Akureyri 15. janúar sl. og svo á ensku vegna fjölda erlendra stúdenta sem stunda nám í HA sem skiptinemar.

------------------------------

Here you can listen to Rev. Dr. Jürgen Jamin  lecture on: THE RELATIONSHIP BETWEEN STATE AND CHURCH IN HISTORICAL CONTEXT

In today's western states, it often seems to be regarded as a fact that state and church are two separate phenomena and that this separation can be traced back to the advancement of secularism in recent centuries. In his lecture, Rev. Jürgen Jamin discusses the issue from a different angle, emphasizing that the Catholic Church has maintained independence of both church and state during many centuries. This approach succumbed after the Reformation took place.

Dr. Jürgen Jamin is a pastor of the Catholic parish in North-Iceland based in Akureyri, since September 1, 2018. From the year 2000 to 2008 he worked as a parish priest at the Christ the King Cathedral in Landakot. He completed a BA degree and then a Ph.D. in Canon Law from the University of San Pio X in Venice, where he was also an associate professor from 2014 to 2018. Among his researches are the history of the Canon law and the Code of Justinian.

The lecture was first given at the University of Akureyri on January 15th. 2019. It was held in English due to the number of foreign students studying at the University of Akureyri as exchange students.