Herra Czeslaw Kozon, biskup í Kaupmannahöfn

Birt 06.05.20 í Fréttir og tilkynningar

Herra Czeslaw Kozon, biskup í Kaupmannahöfn

og stjórnandi Biskuparáðstefnu Norðurlandanna fagnar 25 ára biskupsvígsluafmæli 7. maí

Þann 7. maí nk. fagnar Czeslaw Kozon, biskup í Kaupmannahöfn og stjórnandi Biskuparáðstefnu Norðurlandanna 25 ára biskupsvígsluafmæli!
 
David Reykjavíkurbiskup sendi honum heillaóskir í tilefni dagsins:
 
Kæri Czeslaw biskup,
Mér þykir afar leitt að ég get ekki komið til Kaupmannahafnar til að fagna 25 ára biskupsvígsluafmæli þínu með þér.
En ég get fullvissað þig um að ég og allir í biskupsdæmi okkar sem þekkjum þig munum biðja fyrir þér.
Þakka þér fyrir allt sem þú gerir fyrir okkur á biskupsráðstefnu okkar og fyrir alla kirkjuna.
Ad multos felicissimos annos!
+ David.