Ert þú reiðubúin(n) til þess að taka þátt

Birt 14.12.17 í Fréttir og tilkynningar

Ert þú reiðubúin(n) til þess að taka þátt

og vera hluti af lausninni?

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Eftir að Davíð biskup setti Caritas Ísland undir „nýja stjórn“ fyrir ári síðan hafa áherslur í starfi stofnunarinnar verið endurskilgreindar. Áður var markmið Caritas að afla fjár með tónleikum til þess að styðja verðug verkefni bæði heima og erlendis. Starfi Caritas hefur verið breytt í þá átt að nú felst það í „eftirfylgni“ með einstaklingum sem eru í brýnni neyð og setja sig í samband við kirkjuna og biðja um hjálp við matarkaup, húsaskjól, atvinnu, við að „rata í kerfinu“, o.f.l.

Nú síðla hausts átti kaþólsk kona, sem hafði nýlega misst íbúðina sína, að hitta félagsráðgjafa sinn. Þar sem hún óttaðist að hún fengi ekki húsnæði í tæka tíð hafði hún samband við Davíð biskup. Hann vísaði henni á Caritas-samtökin. Í framhaldi af því hitti hún sjálfboðaliða frá samtökunum og hann útvegaði henni og börnum hennar þak yfir höfuðið í nokkrar nætur. Að loknum fundinum með sjálfboðaliðanum fóru þau saman í Dómkirkju Krists konungs í Landakoti og báðu til Guðs um varanlega lausn á húsnæðisvanda fjölskyldunnar. Til allrar hamingju hefur konan, með hjálp félagsþjónustunnar, fengið húsnæði og framtíð hennar er mun bjartari í dag.  

Við erum sannarlega blessuð að búa í landi með sterkt félagslegt öryggisnet. Það kemur samt fyrir að fólk getur ekki nýtt sér tiltæka þjónustu vegna persónulegra ástæðna en oftar vegna þess að það veit ekki hvert það á að leita.

Til þess að geta veitt aðstoð þarfnast Caritas sjálfboðaliða sem þekkja vel hin ýmsu úrræði, bæði innan stjórnkerfisins og á vegum félagslegra stofnana. Einnig er þörf á fólki sem þekkir lagaleg réttindi sem og fjölbreytta þjónustu hinna ýmsu hjálparsamtaka en einnig sérstakar þarfir farandverkafólks, flóttamanna og innflytjenda – eða bara eitthvað einfalt eins og Facebook-síður, þar sem húsnæði er auglýst til leigu.

En fyrst og fremst þörfnumst við sjálfboðaliða sem geta rætt af samkennd við þá sem leita aðstoðar Caritas og/eða geta fylgt viðkomandi í leitinni að gagnlegum úrræðum.

Ert þú reiðubúin(n) til þess að taka þátt og vera hluti af lausninni?

 

This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Since Bishop David placed Caritas Iceland under "new management" a year ago, the organization's focus

has been redefined . Previously, the goal of Caritas was to raise funds via concerts to support worthy

causes both locally and abroad . Caritas' new focus is upon the "accompaniment" of seriously needy

individuals who approach the Church for help with food, shelter, employment, "navigating the system",

etc. The goal is not only to knowledgeably direct them to the organizations, government offices, etc.

which handle these sorts of issues, but, more importantly, to go beside them to get the help they need.

In late autumn, a Catholic woman who had recently lost her apartment was scheduled to meet again

with her social worker. Fearing housing would still be unavailable, she contacted Bishop David; he put

her in touch with Caritas. A volunteer met with her, and managed to find a place where she and her

children could spend a few nights. At the conclusion of this meeting, they went together to Landakot

Cathedral to ask God to find a good long-term solution for her family. Thankfully, through the help of

Iceland's social services, she now has a new place to live, and her future looks much brighter.

We are truly blessed to live in a country with a strong social safety net. But sometimes people are

hindered in utilizing the available services because of their own personal issues, or more often because

of unfamiliarity with how to get the assistance they need. In order to effectively help, Caritas needs

volunteers who are knowledgeable about the "ins and outs" of various government offices and social

services, or about legal rights, or the varied services of charitable organizations, or familiarity with the

special needs of migrants/refugees/immigrants--or even something as simple as knowledge about

Facebook groups for finding rooms to rent! But more crucially, we need volunteers who can engage in

compassionate dialogue with those who approach Caritas and/or can go with them through the process

of finding solutions.

Can you be part of the solution?